Reiki Stjarnan Fantasía II (Lengri útgáfa um Týndu Reiki Stjörnuna)
Aleinn hann reikar
reikular og yrkir
í rökkri hálofta
hann riðar til falls
Leitar að ljósi
leiftrandi loga.
En í lífi örveru
riðar allt til falls.
Hann stökk í hylinn
hyldýpi hafsins.
Er horfinn ásjónu
er Guðunum gleymdur.
Sál hans hún grætur
söltum tárum sjávar.
Er hefur skroppið saman
á örfáum árum.
Týndur og gleymdur,
sundurtættur, tilverusnauður
drengur, en Guð hvar ert þú?
Hann er lífsleiður.
Hver vill hann eiga?
Enn leitar að lífsloga
blindur, týndur,tættur og tilverusnauður dauður dæmdur ungur drengur fálmar um í kolniða myrkrinu leitar líka að hvíta blinda ljósinu dansandi á eldi eldfjalla Íslands eins og shamanískur bróðir Morrisons úr fyrra lífi.
Dansandi á eldi og ís
eldfjalla Íslands
úr fyrra lífi.
Lífið hann kvelur
kvekkir og kremur
hann reynir að kalla
en aldrei þú kemur!
Þá dauðinn hvíslar:
"kem til þín í nótt"
Hann á móti svarar:
"skerðu mig á púls,
ég hef fengið nóg!"
"skerðu mig á púls
hef fengið meira en nóg!"
þá að lokum líf hans öskrar
í síðustu línu þessa ljóðs
"Guð(ir)! Dauði!
Ég er kominn heim!"
reikular og yrkir
í rökkri hálofta
hann riðar til falls
Leitar að ljósi
leiftrandi loga.
En í lífi örveru
riðar allt til falls.
Hann stökk í hylinn
hyldýpi hafsins.
Er horfinn ásjónu
er Guðunum gleymdur.
Sál hans hún grætur
söltum tárum sjávar.
Er hefur skroppið saman
á örfáum árum.
Týndur og gleymdur,
sundurtættur, tilverusnauður
drengur, en Guð hvar ert þú?
Hann er lífsleiður.
Hver vill hann eiga?
Enn leitar að lífsloga
blindur, týndur,tættur og tilverusnauður dauður dæmdur ungur drengur fálmar um í kolniða myrkrinu leitar líka að hvíta blinda ljósinu dansandi á eldi eldfjalla Íslands eins og shamanískur bróðir Morrisons úr fyrra lífi.
Dansandi á eldi og ís
eldfjalla Íslands
úr fyrra lífi.
Lífið hann kvelur
kvekkir og kremur
hann reynir að kalla
en aldrei þú kemur!
Þá dauðinn hvíslar:
"kem til þín í nótt"
Hann á móti svarar:
"skerðu mig á púls,
ég hef fengið nóg!"
"skerðu mig á púls
hef fengið meira en nóg!"
þá að lokum líf hans öskrar
í síðustu línu þessa ljóðs
"Guð(ir)! Dauði!
Ég er kominn heim!"
Endurskrifað og lengt árið 2016 af Villta Tryllta Villa.