Ég skora ljóð (Með hannyrðum hugans og fót bolta orðsins
Með hannyrðum hugans,
af blóði bláa bleks
kjarnakonunnar,
ég yrki eins bláar raföldur að vestan
sem mara, fara, fjara
ég rita, ég tefli, í huganum ljóð
líkt og Bobby Fischer
í leit að næsta leik,
í leit að orði, í leit að setningu,
í leit að erindi, í leit að ljóði
í leit að næstu bók
í myrkri, hljóði í styrki,
úr ljósi, úr myrkri
yfir í hljóðaljóðið og
ljóðið óð í rafhljóðaljóðið
eins og blá rafalda og varð að
tólf tóna tónverki frá rafmættinu
með vestfirskum hannyrðum hugans.
Ég dúndra fót bolta orðinu,
með hægri, með ristinni í skeytin!
Af hannyrðum hugans
með fót bolta orðsins
ég skora ljóð!
Ég prjóna mér upp og skora ljóð
með bakfallsspyrnu í horn bókarinnar!
af blóði bláa bleks
kjarnakonunnar,
ég yrki eins bláar raföldur að vestan
sem mara, fara, fjara
ég rita, ég tefli, í huganum ljóð
líkt og Bobby Fischer
í leit að næsta leik,
í leit að orði, í leit að setningu,
í leit að erindi, í leit að ljóði
í leit að næstu bók
í myrkri, hljóði í styrki,
úr ljósi, úr myrkri
yfir í hljóðaljóðið og
ljóðið óð í rafhljóðaljóðið
eins og blá rafalda og varð að
tólf tóna tónverki frá rafmættinu
með vestfirskum hannyrðum hugans.
Ég dúndra fót bolta orðinu,
með hægri, með ristinni í skeytin!
Af hannyrðum hugans
með fót bolta orðsins
ég skora ljóð!
Ég prjóna mér upp og skora ljóð
með bakfallsspyrnu í horn bókarinnar!
Tileinkað Bobby Fischer, íslenskri knattspyrnu og íslenska landsliðinu, íslensku hannyrða kjarnakonunni og mömmu.