

Með hannyrðum hugans,
af blóði bláa bleks
kjarnakonunnar,
ég yrki eins bláar raföldur að vestan
sem mara, fara, fjara
ég rita, ég tefli, í huganum ljóð
líkt og Bobby Fischer
í leit að næsta leik,
í leit að orði, í leit að setningu,
í leit að erindi, í leit að ljóði
í leit að næstu bók
í myrkri, hljóði í styrki,
úr ljósi, úr myrkri
yfir í hljóðaljóðið og
ljóðið óð í rafhljóðaljóðið
eins og blá rafalda og varð að
tólf tóna tónverki frá rafmættinu
með vestfirskum hannyrðum hugans.
Ég dúndra fót bolta orðinu,
með hægri, með ristinni í skeytin!
Af hannyrðum hugans
með fót bolta orðsins
ég skora ljóð!
Ég prjóna mér upp og skora ljóð
með bakfallsspyrnu í horn bókarinnar!
af blóði bláa bleks
kjarnakonunnar,
ég yrki eins bláar raföldur að vestan
sem mara, fara, fjara
ég rita, ég tefli, í huganum ljóð
líkt og Bobby Fischer
í leit að næsta leik,
í leit að orði, í leit að setningu,
í leit að erindi, í leit að ljóði
í leit að næstu bók
í myrkri, hljóði í styrki,
úr ljósi, úr myrkri
yfir í hljóðaljóðið og
ljóðið óð í rafhljóðaljóðið
eins og blá rafalda og varð að
tólf tóna tónverki frá rafmættinu
með vestfirskum hannyrðum hugans.
Ég dúndra fót bolta orðinu,
með hægri, með ristinni í skeytin!
Af hannyrðum hugans
með fót bolta orðsins
ég skora ljóð!
Ég prjóna mér upp og skora ljóð
með bakfallsspyrnu í horn bókarinnar!
Tileinkað Bobby Fischer, íslenskri knattspyrnu og íslenska landsliðinu, íslensku hannyrða kjarnakonunni og mömmu.