Fljóðahljóðaljóða Bylgjan
Sprikla sprænur áa
rauðar af útsprengdu
rauðu blóði renna,
niður á næstu línu
níður á rauðar ár stígs
augasteins míns
hornsteins
hafsteins
niður orðadettifossa
niður á næstu línu
detta falla niður
blóðdropar dúprauðir,
rauðar ár eins og tár í fjöru
og lenda á skerjum,
með hafi berjum
dýra vöru, úr fjöru
skellur á með flæði
flóði ljóðí hljóðii
rafi fornRa ættmæðRa
fljóðahljóðaljóða
Bylgju, Báru, Öldu,
Heklu og Kötlu systur Keilis
á kletti skellur,
skelfur hristist ótti úr gjótu
hrynur grjót eldur gosi gýs
lekur eins og ís
langt út á miðju hafi gos klettur
steinn aleinn út á ballar hafi
afi hafsteinn aleinn steinn
norður á Atlan tis hafi afi sagði:
"orðið skal vera síkvikt eins og
tíminn og vatnið."
rauðar af útsprengdu
rauðu blóði renna,
niður á næstu línu
níður á rauðar ár stígs
augasteins míns
hornsteins
hafsteins
niður orðadettifossa
niður á næstu línu
detta falla niður
blóðdropar dúprauðir,
rauðar ár eins og tár í fjöru
og lenda á skerjum,
með hafi berjum
dýra vöru, úr fjöru
skellur á með flæði
flóði ljóðí hljóðii
rafi fornRa ættmæðRa
fljóðahljóðaljóða
Bylgju, Báru, Öldu,
Heklu og Kötlu systur Keilis
á kletti skellur,
skelfur hristist ótti úr gjótu
hrynur grjót eldur gosi gýs
lekur eins og ís
langt út á miðju hafi gos klettur
steinn aleinn út á ballar hafi
afi hafsteinn aleinn steinn
norður á Atlan tis hafi afi sagði:
"orðið skal vera síkvikt eins og
tíminn og vatnið."
Tileinkað afa Guðjóni Halldórssyni og trillunni hans, "Bylgjunni" - VP 26. Febrúar 2017