

Það gerðist hér að lifnaði eitt ljós
sem læddist hægum skrefum inn um glugga.
Af hógværð sinni féll svo fagra rós
í fyrsta sinn þú leist þinn eigin skugga.
Er birtir til þá bera dagsins ljós
bjarma sinn og varpa inn um glugga
sönnun þinnar veru væna rós
á vegginn þar sem lítur þú þinn skugga
Og þessi vissa leiðir það í ljós,
við litla skímu er bærist fyrir glugga,
að alla þína daga dýra rós
dvelur þú á milli ljóss og skugga.
sem læddist hægum skrefum inn um glugga.
Af hógværð sinni féll svo fagra rós
í fyrsta sinn þú leist þinn eigin skugga.
Er birtir til þá bera dagsins ljós
bjarma sinn og varpa inn um glugga
sönnun þinnar veru væna rós
á vegginn þar sem lítur þú þinn skugga
Og þessi vissa leiðir það í ljós,
við litla skímu er bærist fyrir glugga,
að alla þína daga dýra rós
dvelur þú á milli ljóss og skugga.