Hafragrautur með vatni
Á Stokkseyri er aldrei sól.
Skýjað, rigning, rok.
Það er þriðjudagur, himinninn er hvítur og lífið er grátt.
Gömul kerling gengur framhjá húsinu mínu. Hún staldrar við og lítur inn um stofugluggann.
Það er ekkert smjör á rúgbrauðinu, sagði sú gamla áður en hún brast í grát og breittist í hundrað kolsvartar krákur sem flugu inn í dimman bæinn.
Fyrir framan mig er linsoðið egg, prumpulykt af því. Ég hata egg.
Endalaust ískur í þvottavélinni, örugglega biluð.
Móðir mín kemur í heimsókn. Hún er föl í framan af því að hún er blóðlítil. Hún segist ætla að elda fyrir mig kvöldmat. Steikt lifur með lauk. Ég hata lifur.
Ég opna ísskápinn og á móti mér fljúga hundrað kolsvartar krákur og kroppa úr mér tunguna.
Einhver bankar, það eru börnin úr leikskólanum. Þau hlæja að mér af því að nú hef ég ekkert bragðskyn. Illkvittið glott þeirra fyllir mig reiði.
Ég er með exem og ber á mig krem og fer að sofa. Get ekki sofið vegna kláða. Það er líka megn pissulykt í herberginu. Nágrannakötturinn Ívar er búinn að míga í gluggakistuna.
Skýjað, rigning, rok.
Það er þriðjudagur, himinninn er hvítur og lífið er grátt.
Gömul kerling gengur framhjá húsinu mínu. Hún staldrar við og lítur inn um stofugluggann.
Það er ekkert smjör á rúgbrauðinu, sagði sú gamla áður en hún brast í grát og breittist í hundrað kolsvartar krákur sem flugu inn í dimman bæinn.
Fyrir framan mig er linsoðið egg, prumpulykt af því. Ég hata egg.
Endalaust ískur í þvottavélinni, örugglega biluð.
Móðir mín kemur í heimsókn. Hún er föl í framan af því að hún er blóðlítil. Hún segist ætla að elda fyrir mig kvöldmat. Steikt lifur með lauk. Ég hata lifur.
Ég opna ísskápinn og á móti mér fljúga hundrað kolsvartar krákur og kroppa úr mér tunguna.
Einhver bankar, það eru börnin úr leikskólanum. Þau hlæja að mér af því að nú hef ég ekkert bragðskyn. Illkvittið glott þeirra fyllir mig reiði.
Ég er með exem og ber á mig krem og fer að sofa. Get ekki sofið vegna kláða. Það er líka megn pissulykt í herberginu. Nágrannakötturinn Ívar er búinn að míga í gluggakistuna.