Engillinn fríði
Líkt og engill birtist á niðmyrkum himni
geislandi fegurðin, ég fylltist feimni.
Á hrollköldu kvöldi bros hennar bræddi
ísi lukið hjartað, ég til hennar æddi.
Himnarnir opnuðust og sólin hún skein
og vitundin ljómaði eins og væri kominn heim.
Eins skyndilega og hún kom, var hún farin,
og hjarta mitt brast, eins og ég væri barinn.
Nætur og dagar líða og leita hennar, englinum fríða,
og það eina sem ég get gert, er að bíða, að bíða, að bíða…
geislandi fegurðin, ég fylltist feimni.
Á hrollköldu kvöldi bros hennar bræddi
ísi lukið hjartað, ég til hennar æddi.
Himnarnir opnuðust og sólin hún skein
og vitundin ljómaði eins og væri kominn heim.
Eins skyndilega og hún kom, var hún farin,
og hjarta mitt brast, eins og ég væri barinn.
Nætur og dagar líða og leita hennar, englinum fríða,
og það eina sem ég get gert, er að bíða, að bíða, að bíða…