Kvalir
I

Er við sitjum og horfum
Heimurinn líður hjá
En við stöndum kyrr
Þrátt fyrir allt.

II

Hjartað mitt liggur á
Það stendur í stað
Hreyfingarlaust
Ég tek það upp af borðinu.

III

Í kuldanum frjósa tárin
Dofinn eykzt og magnast upp
Tíminn staðnar og ég blindast.

Húðin blánar og fölnar
Ég stend í stað, á meðan ég frýs
Fara allir mínir draumar
og fjara út...  
Kristján Jóhann Júlíusson
1995 - ...
Ort 2018


Ljóð eftir Kristján Jóhann Júlíusson

Kvalir
Hamur/Beisli
Myrkur : Kóngurinn
Andvaka - Partur II
Andvaka - Partur III
Upplifun
Andvaka - Partur I