Æsku minnar innbær
Hér áður var bryggja við fjöru
í fjörunni bátur með tjöru
Á bryggjunni dorguðu börnin
samfélagið var öryggis vörnin
Þar kom trilla ein siglandi
heim með afla færandi
Umborð var talstöð en ekki sími
sumarið var bjargræðistími
Út á firði var bátur í bóli
í landi svo drengur á hjóli
Skektan við bryggju var bundin
heim gekk maður með hundinn