Flöskudagur
Enn reyna langeygir
vitgrannir ljósastaurar
að sigrast á sortanum.
Neonskiltin blikka
litla varnarsigra.
En samt drukkna húsveggir
í hyldjúpum skuggum.
Einmana gul risaeðla
skríður sjóndöpur
milli stoppistöðva
í leit að mannfórnum.
Næturhiminninn grætur myrkri
og tárin flæða gegnum hávaðann
ofan í glös borgarbarna
sem teyga með bestu lyst
til að halda upp á
góðu tíðindin:
,,Það er enginn dagur á morgun!''
vitgrannir ljósastaurar
að sigrast á sortanum.
Neonskiltin blikka
litla varnarsigra.
En samt drukkna húsveggir
í hyldjúpum skuggum.
Einmana gul risaeðla
skríður sjóndöpur
milli stoppistöðva
í leit að mannfórnum.
Næturhiminninn grætur myrkri
og tárin flæða gegnum hávaðann
ofan í glös borgarbarna
sem teyga með bestu lyst
til að halda upp á
góðu tíðindin:
,,Það er enginn dagur á morgun!''
ísak harðarson er beðinn velvirðingar.
2000 allur réttur áskilinn einhverjum.
2000 allur réttur áskilinn einhverjum.