

Gangi mér vel að ganga sem minnst,
svo gangi ég hreint ekki af göflum.
Á puttanum hef ég oft skít-kaldur kynnst
kappsömum náttúruöflum.
Og auðvitað alltaf helst vildi það
vera annarra skylda að stöðva.
Og áfram mér aka á áfangastað
í ylnum þá hvíli ég vöðva.
En raunin er önnur, og reyndar sú
að rætist seint minn draumur.
þá hugsa ég upphátt, alveg eins og nú:
,,Helvíti er náunginn aumur\".
En fer alltaf ferðin á sama veg
og fingurinn heim skilar sínum.
Á endanum örþreyttur loksins er ég
hjá áfangastaðnum mínum.
svo gangi ég hreint ekki af göflum.
Á puttanum hef ég oft skít-kaldur kynnst
kappsömum náttúruöflum.
Og auðvitað alltaf helst vildi það
vera annarra skylda að stöðva.
Og áfram mér aka á áfangastað
í ylnum þá hvíli ég vöðva.
En raunin er önnur, og reyndar sú
að rætist seint minn draumur.
þá hugsa ég upphátt, alveg eins og nú:
,,Helvíti er náunginn aumur\".
En fer alltaf ferðin á sama veg
og fingurinn heim skilar sínum.
Á endanum örþreyttur loksins er ég
hjá áfangastaðnum mínum.
1994 allur réttur áskilinn.