Pabbi
Gránar úti veröld grimm
grjót og mold trékistu hylja.
Veinar nóttin, dökk og dimm.
Dauðann er þungt að skilja.
Fjarlæg er minning í móðu
ég missi nær alla von.
En vill einhver væluskjóðu
uppvaxna fyrir son?
Ég huldi hryggðartárin
svo hugrakkur ég sýndist.
Innst inni grét öll árin
eftir að pabbi týndist.
grjót og mold trékistu hylja.
Veinar nóttin, dökk og dimm.
Dauðann er þungt að skilja.
Fjarlæg er minning í móðu
ég missi nær alla von.
En vill einhver væluskjóðu
uppvaxna fyrir son?
Ég huldi hryggðartárin
svo hugrakkur ég sýndist.
Innst inni grét öll árin
eftir að pabbi týndist.
(1991) allur réttur áskilinn.