

Hann setti upp sjóndeildarhring
-á miðbaugsfingur.
Hún setti upp sólarhring
-á vísifingur.
Allir stóðu á öndinni
meðan dimmblár Himinn kyssti
hvítklædda Jörð
svo djúpum kossi
að hún bráðnaði næstum því.
Í veislunni varð Tunglið fullt
og Sólin grét.
Stjörnum prýdd
dönsuðu Himinn og Jörð
langt fram á Nótt.
Þau voru sköpuð fyrir hvort annað.
-á miðbaugsfingur.
Hún setti upp sólarhring
-á vísifingur.
Allir stóðu á öndinni
meðan dimmblár Himinn kyssti
hvítklædda Jörð
svo djúpum kossi
að hún bráðnaði næstum því.
Í veislunni varð Tunglið fullt
og Sólin grét.
Stjörnum prýdd
dönsuðu Himinn og Jörð
langt fram á Nótt.
Þau voru sköpuð fyrir hvort annað.
(1997) allur réttur áskilinn höfundi.