Jól 1994
Til þín er þessi jólakveðja
til þess ort að ylja og gleðja.
Í míns hugar smiðju samin,
hituð í hjarta, með penna lamin
fast á flatan pappírssteðja
Loks er liðið enn eitt árið
og líka hafið jólafárið.
Í glys og glaum og jólaæði
glæðist lítil von um næði.
En öll við þurfum stundum smá frið.
Því megið þið alls ekki gleyma
því að jóla andann geyma.
þó virðist sumra viðmót frosið
hvergi á ykkur bifist brosið.
leyfið heldur hlýju að streyma.
Ég sendi ykkur öllum frið
hverjum og einum að eigin sið
ættingjum og öðrum vinum
(án þess þó að gleyma hinum).
Góðar gefi oss vættir grið.
til þess ort að ylja og gleðja.
Í míns hugar smiðju samin,
hituð í hjarta, með penna lamin
fast á flatan pappírssteðja
Loks er liðið enn eitt árið
og líka hafið jólafárið.
Í glys og glaum og jólaæði
glæðist lítil von um næði.
En öll við þurfum stundum smá frið.
Því megið þið alls ekki gleyma
því að jóla andann geyma.
þó virðist sumra viðmót frosið
hvergi á ykkur bifist brosið.
leyfið heldur hlýju að streyma.
Ég sendi ykkur öllum frið
hverjum og einum að eigin sið
ættingjum og öðrum vinum
(án þess þó að gleyma hinum).
Góðar gefi oss vættir grið.