

Skera himin skuggar
skorinna steinblómsstilka.
Helhandarfingur
finna dólg og benda.
Bæklaður bláhrafn
nú bíður
banahöggs.
Skuggarnir skýla;
skálm nýrrar aldar,
haukum gæddum
guðlegri skynjun,
eitruðum runnum
hvar millum smjúga
velklæddir vampírar
sem vilja sjúga
svart blóð jarðar
bland rauðu
barna og bjarglausra.
Í fjarskanum bíður
ungur björn og grætur,
sverð úr gömlum skugga
særir öðru sinni,
sker á lygarætur.
Hvar ertu Fróði?
skorinna steinblómsstilka.
Helhandarfingur
finna dólg og benda.
Bæklaður bláhrafn
nú bíður
banahöggs.
Skuggarnir skýla;
skálm nýrrar aldar,
haukum gæddum
guðlegri skynjun,
eitruðum runnum
hvar millum smjúga
velklæddir vampírar
sem vilja sjúga
svart blóð jarðar
bland rauðu
barna og bjarglausra.
Í fjarskanum bíður
ungur björn og grætur,
sverð úr gömlum skugga
særir öðru sinni,
sker á lygarætur.
Hvar ertu Fróði?