Skuggar - mars 2003
Skera himin skuggar
skorinna steinblómsstilka.
Helhandarfingur
finna dólg og benda.
Bæklaður bláhrafn
nú bíður
banahöggs.

Skuggarnir skýla;
skálm nýrrar aldar,
haukum gæddum
guðlegri skynjun,
eitruðum runnum
hvar millum smjúga
velklæddir vampírar
sem vilja sjúga
svart blóð jarðar
bland rauðu
barna og bjarglausra.

Í fjarskanum bíður
ungur björn og grætur,
sverð úr gömlum skugga
særir öðru sinni,
sker á lygarætur.

Hvar ertu Fróði?



 
Kjartan Jónsson
1960 - ...


Ljóð eftir Kjartan

Skuggar - mars 2003
Ljóð
Sarg
skyndikynni
Hin íslenska Krít
Nátttröll