Dagrenning
Dagsbrún við dimma nótt
leikur sér.
rekur dökka slikju
næturinnar
hægt, svo undurhægt
undan sér.

Ljósgeislar teygja sig
fyrst í roða
við brún himins
lengst í austri
eflast svo undurhægt,
vaxa.

Nýr dagur mótast
birtan vex
fuglar himins
fljúga úr náttstað.
Sólin rís svo undurhægt,
vermir.  
Geir Thorsteinsson
1948 - ...


Ljóð eftir Geir Thorsteinsson

Hauststemma
Í nótt
Vorkoma
Ljóðstafir
Nútíminn
Dagrenning
Veiðiferð
Stökur um ást
Morgunn
Tjörnin mín heima
Kattartilvera
Haustvísur
Jólin koma
Vorið er komið