

Í hjarta mínu býr gleðin
og mér finnst ég heppnasta kona í heimi
- að hafa þig hjá mér.
Svo ég geng um með bros á vör.
Í hjarta mínu býr efinn
er lífið of gott til að vera satt?
- en þú ert enn hjá mér.
Svo ég geng um með bros á vör.
Í hjarta mínu býr sársaukinn
ég er týnd í alheiminum
- þú ert ei lengur hjá mér.
Og ég geng um af gömlum vana.
og mér finnst ég heppnasta kona í heimi
- að hafa þig hjá mér.
Svo ég geng um með bros á vör.
Í hjarta mínu býr efinn
er lífið of gott til að vera satt?
- en þú ert enn hjá mér.
Svo ég geng um með bros á vör.
Í hjarta mínu býr sársaukinn
ég er týnd í alheiminum
- þú ert ei lengur hjá mér.
Og ég geng um af gömlum vana.
20.03.2003