

Efst ofar flestu
blundar myndavélin
í fjórar millisekúndur
á milli síðustu
og næstu töku
Skimandi í kringum sig
læðist hann
út úr skugganum
og tekur á rás milli hindrana
Vökult linsuauga
nemur hreyfingar hans
í tunglskininu
blundar myndavélin
í fjórar millisekúndur
á milli síðustu
og næstu töku
Skimandi í kringum sig
læðist hann
út úr skugganum
og tekur á rás milli hindrana
Vökult linsuauga
nemur hreyfingar hans
í tunglskininu