Móðurást
Lítil hönd í mína leggur
Líf sitt tryggur' á móðurást
Broshýrt andlit bræðir kulinn
Færir gleði, trú og þrá
Í dag við skulum vera saman
Mamma, bara þú og ég
Leika, hlaupa, hafa gaman
Já og njóta tímans vel
Hönd í hönd við göngum saman
Út í lífsins æfintýr
Gleði' og sorgum deilum saman
Og þú blómstrar ástin mín
Já í dag er fátt sem áður
Líf þitt snýst um fleira' en mig
Vinir góðir, sætar stelpur
Snúast nú í kringum þig
Áhyggjur þær vaxa með þér
Ertu tryggur vinur minn
Vannstu verkin fyrir skólann
Komdu' á réttum tíma inn
Já það kemur stundum fyrir
Að ég hugsi um þann dag
Er þú sjálfur passar líf þitt
Og ég kannski slappa af
En alltaf gott við eigum saman
Getum rætt um lífsins veg
Og ei mínútu ég minnist
Sem ég vildi missa af
Þú brátt velur eigin lífstíl
Og þá braut er hjartað sér
Stolt ég fylgi þér í huga
Og í hjarta hvert sem fer
Svo kemur kannski stóra ástin
Flýgur þú á skýji burt
Eignast fjölskyldu og framtíð
Ykkar trygg í faðmi hér
Þá ég amma verð nú gjarnan
Lítil hönd í mína fer
Hjartað fær nú fleiri' að gæta
Ei það líkar mér nú ver
Líf sitt tryggur' á móðurást
Broshýrt andlit bræðir kulinn
Færir gleði, trú og þrá
Í dag við skulum vera saman
Mamma, bara þú og ég
Leika, hlaupa, hafa gaman
Já og njóta tímans vel
Hönd í hönd við göngum saman
Út í lífsins æfintýr
Gleði' og sorgum deilum saman
Og þú blómstrar ástin mín
Já í dag er fátt sem áður
Líf þitt snýst um fleira' en mig
Vinir góðir, sætar stelpur
Snúast nú í kringum þig
Áhyggjur þær vaxa með þér
Ertu tryggur vinur minn
Vannstu verkin fyrir skólann
Komdu' á réttum tíma inn
Já það kemur stundum fyrir
Að ég hugsi um þann dag
Er þú sjálfur passar líf þitt
Og ég kannski slappa af
En alltaf gott við eigum saman
Getum rætt um lífsins veg
Og ei mínútu ég minnist
Sem ég vildi missa af
Þú brátt velur eigin lífstíl
Og þá braut er hjartað sér
Stolt ég fylgi þér í huga
Og í hjarta hvert sem fer
Svo kemur kannski stóra ástin
Flýgur þú á skýji burt
Eignast fjölskyldu og framtíð
Ykkar trygg í faðmi hér
Þá ég amma verð nú gjarnan
Lítil hönd í mína fer
Hjartað fær nú fleiri' að gæta
Ei það líkar mér nú ver
Til þín elsku sonur
Allur réttur áskilinn höfundi
Allur réttur áskilinn höfundi