Einstök sál
Er allt virtist tregablandið
og lífið þungt sem blý
komst þú sem sólskin í þokubakka
og lyftir hulunni af lífi okkar

Þú, björt og brosmild
kurrandi hlátur og blíð orð
hugulsemi og umhyggja
allt þetta pakkað inn í fallegar umbúðir

Draugasagan nú spennubók
með óvæntum endalokum hvers dags
Öll þeytumst við upp að morgni
vitandi að dagurinn verði ljúfur

Er þú hvarfst skyndilega
dimmdi yfir augnablik
en svo birtist leiðarljós við fætur okkar
er minningarnar um þig brostu við okkur

Leiðir okkar lágu saman þá
og gera það aftur
í Nangijala  
Dýrlaug
1964 - ...
allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Dýrlaugu

Á limminu
Dulítill hvolpur
Þokumistur
ÞÖGULT HRÓP
Móðurást
Aðeins þú
Dyr opnast
Hliðstæð veröld
Einstök sál
digrir dropar
Áhugi í þögninni
Hraðbraut (ó)gæfu
ef aðeins
ég er
von