Áhugi í þögninni
Titrandi, skjálfandi stend ég upp
hiksta, ræski mig, tek til máls
hratt og ófaglega
hrynja orðin af vörum mér

Róa mig niður
loka augunum og sé ekkert
hægi á talhraðanum
hlusta á hjartsláttinn

Brosi
sleppi því sem ég ætlaði að segja
segi það sem mig langar til að segja
og þið hlustið

Hægt og sígandi
átta ég mig á hljóðinu umhverfis mig
áhuganum sem skín úr þögninni
Ég, ég hafði eitthvað að segja
sem þið vilduð heyra

Og ég opna augun, en sé ekkert  
Dýrlaug
1964 - ...
Allur réttur áskilinn


Ljóð eftir Dýrlaugu

Á limminu
Dulítill hvolpur
Þokumistur
ÞÖGULT HRÓP
Móðurást
Aðeins þú
Dyr opnast
Hliðstæð veröld
Einstök sál
digrir dropar
Áhugi í þögninni
Hraðbraut (ó)gæfu
ef aðeins
ég er
von