Hraðbraut (ó)gæfu
Á leið heim get ég ekki varist mali
sem köttur við rjómaskál
mér hafði tekist það
og allir voru sáttir

Síminn hringir
klögumál og kjaftagangur
Hvað gerðist?
Hvaðan kom þessi óánægja?
Allir voru svo glaðir með sitt í gær

Ef þú gætir bara sagt það sem þú meinar
og meinað það sem þú segir
yrði líf mitt einfaldara
og við bæði hamingjusamari

Taktu það með þér út á hraðbrautina
Palli var ekki einn í heiminum
....hann hélt það bara  
Dýrlaug
1964 - ...


Ljóð eftir Dýrlaugu

Á limminu
Dulítill hvolpur
Þokumistur
ÞÖGULT HRÓP
Móðurást
Aðeins þú
Dyr opnast
Hliðstæð veröld
Einstök sál
digrir dropar
Áhugi í þögninni
Hraðbraut (ó)gæfu
ef aðeins
ég er
von