Ljósbogi
Í augunum endurspeglast ljós
frá himnatákni, ljósboga..
lifir sig inn í fullkomnun lífsins,
ung vera, hugfangin af þrá.
Speglast minningar til skamms tíma,
í tilfinningaleitinni sál,
langar að sökkva sér inn í hana,
loka augunum
og anda henni að sér
Ef það væri nú hægt að rísa upp,
gera tilfinningar að ryki,
og leyfa voninni að anda þeim að sér,
og finna hana láta sig dreyma,
Væri þá hægt að sameinast henni,
rísa upp í sál hennar
og svífa um í henni,
ef það væri nú möguleiki?
Þá myndi þessi vera
sem stendur og horfir á ljósbogann
loksins opna augun aftur
og finna fyrir fullkomnun
frá himnatákni, ljósboga..
lifir sig inn í fullkomnun lífsins,
ung vera, hugfangin af þrá.
Speglast minningar til skamms tíma,
í tilfinningaleitinni sál,
langar að sökkva sér inn í hana,
loka augunum
og anda henni að sér
Ef það væri nú hægt að rísa upp,
gera tilfinningar að ryki,
og leyfa voninni að anda þeim að sér,
og finna hana láta sig dreyma,
Væri þá hægt að sameinast henni,
rísa upp í sál hennar
og svífa um í henni,
ef það væri nú möguleiki?
Þá myndi þessi vera
sem stendur og horfir á ljósbogann
loksins opna augun aftur
og finna fyrir fullkomnun
Trúlega eitt af meistaraverkum mínum...ótrúlegt hvað innblásturinn kemur á skrýtnustu stundum.. ég stóð rétt hjá göngubrú einni í reykjavík og leit upp í himininn og sá þar hvernig norðurljósin sögðu nokkurskonar sögu þess sem hafði gerst þennan ágæta dag:)
--Víó, þetta er til þín..
--Víó, þetta er til þín..