Fiðrildasöngur
Húsið brennur
en þú situr kyrr og horfir í eldinn.
Sveipuð sjali með dáin augu og hvíslar:
Af hverju heyrirðu ekki fiðrildin syngja?
Af hverju heyrirðu fiðrildin ekki syngja?

Augu þín lokuðust því sál þín yfirgaf þig.
Andinn tók þig, bar þig yfir hæstu fjöll, dýpstu vötn og straumhörðustu ár.
Á áfangastað ykkar lagði hann þig á altari og reyndi að þýða freðið hjarta þitt.

Þú ert farin.
Ég mun aldrei sjá þitt svipsterka andlit,
heyra þína hlýju og björtu rödd
eða þinn gáskafulla hlátur.

Sál þín fór.
Skildi líkamann eftir fyrir eldinn, og á nóttunni heyri ég sorgmædda rödd sem spyr:
Afhverju heyrðiru fiðrildin ekki syngja?
 
Dimma
1981 - ...


Ljóð eftir Dimmu

Fyrsta ljóð aldarinnar
Fiðrildasöngur
Ást
Fallinn Engill
Til þín
\"Minn eini sanni....\"
Þegar myrkrið víkur..
Regn
Maðurinn í eldinum
Grímur
Svefninn þinn langi
Draumar
Vonargeisli
Ókunna kona
Þakklæti
Ókunni maður
Dóttir mín
Spurning
Staðreynd
Þökk
Dánarfregn látinnar á \"lífi\".
Undarleg fegurð
....
Appreciative.
My wishingwell.
Manon
Þú og ég
Til þín II
Lífklukkan
Mín þrá (og annarra)
Heltekin.
"Mitt himnaríki"
"Náttúran"
"Sannleikur/ Von/ Trú - Vonbrigði."
"Hugmyndin um ástina"
"Litli strákurinn"
Til ömmu
Kveðja með söknuði.
Refsing?
"Reason to breathe?"