Fiðrildasöngur
Húsið brennur
en þú situr kyrr og horfir í eldinn.
Sveipuð sjali með dáin augu og hvíslar:
Af hverju heyrirðu ekki fiðrildin syngja?
Af hverju heyrirðu fiðrildin ekki syngja?
Augu þín lokuðust því sál þín yfirgaf þig.
Andinn tók þig, bar þig yfir hæstu fjöll, dýpstu vötn og straumhörðustu ár.
Á áfangastað ykkar lagði hann þig á altari og reyndi að þýða freðið hjarta þitt.
Þú ert farin.
Ég mun aldrei sjá þitt svipsterka andlit,
heyra þína hlýju og björtu rödd
eða þinn gáskafulla hlátur.
Sál þín fór.
Skildi líkamann eftir fyrir eldinn, og á nóttunni heyri ég sorgmædda rödd sem spyr:
Afhverju heyrðiru fiðrildin ekki syngja?
en þú situr kyrr og horfir í eldinn.
Sveipuð sjali með dáin augu og hvíslar:
Af hverju heyrirðu ekki fiðrildin syngja?
Af hverju heyrirðu fiðrildin ekki syngja?
Augu þín lokuðust því sál þín yfirgaf þig.
Andinn tók þig, bar þig yfir hæstu fjöll, dýpstu vötn og straumhörðustu ár.
Á áfangastað ykkar lagði hann þig á altari og reyndi að þýða freðið hjarta þitt.
Þú ert farin.
Ég mun aldrei sjá þitt svipsterka andlit,
heyra þína hlýju og björtu rödd
eða þinn gáskafulla hlátur.
Sál þín fór.
Skildi líkamann eftir fyrir eldinn, og á nóttunni heyri ég sorgmædda rödd sem spyr:
Afhverju heyrðiru fiðrildin ekki syngja?