Þegar myrkrið víkur..
Ég finn.
Ég er.

Hvaðan kom þessi birta?
Þessi von?
Hver opnaði hjarta mitt?

Áður fannst mér tilgangurinn enginn,
það var sárt að anda- finna hjartað slá.

Fortíð mín fylgir mér, og mun ávallt gera..en ég verð að læra að skilja hana..
og sleppa takinu.

Ilmur vorsins fyllir vit mín.
Sólin vermir líkama minn, þar sem ég ligg í grasinu- vermir mig að innan.

Hugsa ekkert- tæmi hugann.
Leyfi mér að vera- leyfi mér að anda.

Því ég finn.
Því ég er.  
Dimma
1981 - ...


Ljóð eftir Dimmu

Fyrsta ljóð aldarinnar
Fiðrildasöngur
Ást
Fallinn Engill
Til þín
\"Minn eini sanni....\"
Þegar myrkrið víkur..
Regn
Maðurinn í eldinum
Grímur
Svefninn þinn langi
Draumar
Vonargeisli
Ókunna kona
Þakklæti
Ókunni maður
Dóttir mín
Spurning
Staðreynd
Þökk
Dánarfregn látinnar á \"lífi\".
Undarleg fegurð
....
Appreciative.
My wishingwell.
Manon
Þú og ég
Til þín II
Lífklukkan
Mín þrá (og annarra)
Heltekin.
"Mitt himnaríki"
"Náttúran"
"Sannleikur/ Von/ Trú - Vonbrigði."
"Hugmyndin um ástina"
"Litli strákurinn"
Til ömmu
Kveðja með söknuði.
Refsing?
"Reason to breathe?"