Seinasta augnablikið
dregur andann
stynur þungan
tár á hvörmum
kaldur sviti

dregur andann
lygnir augum
sýpur hveljar
losar takið

dregur andann
ekki meir  
Lára Ómarsdóttir
1971 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Láru

Dauðinn
Lofsöngur Hvíta hússins
Unaðsstökur
Seinasta augnablikið
Fylking
Missir
Sumri hallar