Sumri hallar
Bjartur
var einu sinni dagurinn
sem sjálfstæðir Íslendingar
eyddu í grasi grónum dölum
undir söng sólskríkjunnar
og með vorboðanum ljúfa
teyguðu þeir frelsið
úr líðræðisbikarnum,
ortu aldýrar og lofsungu
land vors guð.

Nú býr enginn í sumarhúsum
smáblómið rifið upp
sett í vasa með stjörnum.  
Lára Ómarsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Láru

Dauðinn
Lofsöngur Hvíta hússins
Unaðsstökur
Seinasta augnablikið
Fylking
Missir
Sumri hallar