Missir
þurrkuð vínber skorpna og verða að litlum rúsínum
þegar safinn er allur burt
þannig varð ég þegar þú
sem vökvaðir mig
eins og lítið viðkvæmt blóm
með gleði þinni og hlýju
hættir
og fórst frá mér
út í kuldann

og stormurinn buldi á glugga mínum
 
Lára Ómarsdóttir
1971 - ...
ort í febrúar 1999


Ljóð eftir Láru

Dauðinn
Lofsöngur Hvíta hússins
Unaðsstökur
Seinasta augnablikið
Fylking
Missir
Sumri hallar