

Magnþrungin og drungaleg
grá eins og hatur
gnæfa skýin yfir mig
í allar áttir eins langt og augað eygir
Hóta rigningu á hverri stundu
líkt og óvinaher sem getur ráðist til atlögu
hvenær sem er
Í örvæntingu leita ég um alla skýjaþyrpinguna
að smá glætu þar sem einn lítill sólargeisli
getur sloppið í gegn
en ég finn ekkert
Svalt lognið er stillt en rafmagnað
Er stormurinn væntanlegur?
grá eins og hatur
gnæfa skýin yfir mig
í allar áttir eins langt og augað eygir
Hóta rigningu á hverri stundu
líkt og óvinaher sem getur ráðist til atlögu
hvenær sem er
Í örvæntingu leita ég um alla skýjaþyrpinguna
að smá glætu þar sem einn lítill sólargeisli
getur sloppið í gegn
en ég finn ekkert
Svalt lognið er stillt en rafmagnað
Er stormurinn væntanlegur?