Spurning
Það eina sem heyrist í tóminu í hjartanu, er reiðiöskrið sem er að æra mig.
Allt er svart..allt er tómt.

Allt jafn sorglegt og vængbrotinn hrafn
sem berst fyrir lífi sínu, vitandi að Dauðinn sveimar yfir og bíður þolinmóður eftir síðasta krunkinu.

Til atlögu leggur hann, og skilur ekkert eftir nema glitrandi fjaðrirnar
-löðrandi í blóði.

Hendur mínar titra, reyrðar fyrir aftan bak..
það blæðir úr sárunum.
Ég get ekki losað mig.

Berst um þar til ég missi andann,
missi viljann, missi trúna og missi vitið.
Birtan dvínar, nóttin kemur.
Sálin hverfur og lífið deyr.

Ástin er yndisleg- ástin er ömurleg.
Kannski er ástin ímyndun ein,
lygi svo við höndlum daginn,
- höndlum nóttina
- höndlum okkur sjálf.

Er það líf að lifa í lygi frá fyrsta
andardrætti til hins síðasta?

Mér er spurn...
 
Dimma
1981 - ...


Ljóð eftir Dimmu

Fyrsta ljóð aldarinnar
Fiðrildasöngur
Ást
Fallinn Engill
Til þín
\"Minn eini sanni....\"
Þegar myrkrið víkur..
Regn
Maðurinn í eldinum
Grímur
Svefninn þinn langi
Draumar
Vonargeisli
Ókunna kona
Þakklæti
Ókunni maður
Dóttir mín
Spurning
Staðreynd
Þökk
Dánarfregn látinnar á \"lífi\".
Undarleg fegurð
....
Appreciative.
My wishingwell.
Manon
Þú og ég
Til þín II
Lífklukkan
Mín þrá (og annarra)
Heltekin.
"Mitt himnaríki"
"Náttúran"
"Sannleikur/ Von/ Trú - Vonbrigði."
"Hugmyndin um ástina"
"Litli strákurinn"
Til ömmu
Kveðja með söknuði.
Refsing?
"Reason to breathe?"