Þökk
Orð þín..
það sem þú sagðir..
hversu smá sem þér fannst þau vera,
gáfu mér styrk, og þor..

Ég er önnur núna..
Vegna orða þinna hef ég loksins náð
því að skilja..
Ég er aldrei ein..

Máttur orða þinna er ólýsanlegur..
þú átt örugglega ekki eftir að skilja..
en með endalausri þökk, slær hjarta mitt..og það er ekki sárt lengur.

Þú gerðir mér grein fyrir því, að það er allt í lagi að vera ekki fullkomin..
að það er allt í lagi að vera ekki best í öllu..
þú gerðir mér grein fyrir því að það er í lagi fyrir mig að vera bara Ég.

Það er bara til ein Ég..
Og Ég tileinka þér þessi orð..
með endalausri þökk..

Þú opnaðir augu mín..
Þakka þér.  
Dimma
1981 - ...
Máttur orðanna er ótrúlegur..
Notum þau rétt..


Ljóð eftir Dimmu

Fyrsta ljóð aldarinnar
Fiðrildasöngur
Ást
Fallinn Engill
Til þín
\"Minn eini sanni....\"
Þegar myrkrið víkur..
Regn
Maðurinn í eldinum
Grímur
Svefninn þinn langi
Draumar
Vonargeisli
Ókunna kona
Þakklæti
Ókunni maður
Dóttir mín
Spurning
Staðreynd
Þökk
Dánarfregn látinnar á \"lífi\".
Undarleg fegurð
....
Appreciative.
My wishingwell.
Manon
Þú og ég
Til þín II
Lífklukkan
Mín þrá (og annarra)
Heltekin.
"Mitt himnaríki"
"Náttúran"
"Sannleikur/ Von/ Trú - Vonbrigði."
"Hugmyndin um ástina"
"Litli strákurinn"
Til ömmu
Kveðja með söknuði.
Refsing?
"Reason to breathe?"