farinn
Þetta var skrýtið kvöld.
Eins og kanna af brennheitu kaffi,
helltist angistin yfir mig.
Og kvölin að vita að þú ert farinn,
var dýpri hafinu og hærri hinum hæsta tindi,
og einfaldlega meiri en orð fá lýst.
Minningar gærdagsins streyma,
eins og fljót sem flæðir yfir bakka sína.
Og ásamt tárum mínum renna þær
niður holdvotar kinnar mínar.
En þegar einar dyr lokast,
þá opnast aðrar um leið.
En það versta er að dyrnar hjá þér,
loka dyrunum að sjálfri mér.
?Þeim var ég verst er ég unni mest?,
var eitt sinn ritað í bók
og ég vona að þetta sé staðreyndin hjá þér
því ef svo er ekki, þá unnirðu mér,
aldrei.
Eins og kanna af brennheitu kaffi,
helltist angistin yfir mig.
Og kvölin að vita að þú ert farinn,
var dýpri hafinu og hærri hinum hæsta tindi,
og einfaldlega meiri en orð fá lýst.
Minningar gærdagsins streyma,
eins og fljót sem flæðir yfir bakka sína.
Og ásamt tárum mínum renna þær
niður holdvotar kinnar mínar.
En þegar einar dyr lokast,
þá opnast aðrar um leið.
En það versta er að dyrnar hjá þér,
loka dyrunum að sjálfri mér.
?Þeim var ég verst er ég unni mest?,
var eitt sinn ritað í bók
og ég vona að þetta sé staðreyndin hjá þér
því ef svo er ekki, þá unnirðu mér,
aldrei.
Allur réttur áskilinn höfundi