Annar júní
Ég gleymi því aldrei,
því verður víst ekki breytt.
Þessi dagur, á sér stað
í mínu hjarta, um alla tíð.

Ennþá heyri ég hljóðið,
andardráttinn þinn elsku bróðir.
Hvernig líkaminn barðist,
við að halda í þér lífi.
Bara eina stund í einu,
bara eina stund enn.

Ég þakka Guði föður,
fyrir nítján ár með þér.
En þakklátust er ég þó fyrir
að þennan dag, af öllum,
hafi ég verið hjá þér.

Á meðan lífið iðaði úti,
fyrir utan gluggann þinn.
Áttum við góða stund saman,
ég og þú, bróðir minn.

Það saknar þín stöðugt hjartað,
það breytir því víst ekkert.
En þegar sársauki og söknuður
eru við það að brjóta mig,
minnist ég þess fyrirheits,
að við hittumst aftur, seinna.

Ég hef kvatt þig að sinni
elsku Þorri, stóri bróðir minn.
Ég kvaddi með þremur orðum
og andardráttur þinn þyngdist.
Þú heyrðir víst þrátt fyrir kvalirnar
að litla systir elskar þig.

Ég var farin þegar þú skildir við,
ég skrapp þó bara aðeins frá.
Ég vissi ekki að þú yrðir farinn
þegar ég kæmi á ný.
Eins erfitt og það var,
þá hélt lífið mitt áfram
á meðan þitt líf fjaraði út.


Eftir allt sem á undan var gengið
þá tapaðist orrustan í þetta sinnið.
En við unnum stríðið, stóri bróðir
og við sjáumst, í eilífðinni.
 
Birta Jónsdóttir
1982 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.

Þetta ljóð segir sig nú kannski sjálft, en það er tileinkað bróður mínum sem lést úr krabbameini, annan júní 2001


Ljóð eftir Birtu Jónsdóttur

Þorri
Þú breyttir mér
Mamma
Annar júní
Ég man
Sólin mín
Svo fjarlægur
Dear friend
Thanks
Takk fyrir engilinn minn
Bangsi
hann á afmæli í dag....
án titils
I\\\'ll remain yours
It\'s over
Let go of everything
All I ask of you
Kella
......nr.1.....
.....nr.2.....
Synd
kallinn minn
Ilmurinn þinn
Í húmi hjartans
Ljósið mitt
Nafnlaust ljóð
Fyrirgefðu Guð
Ég þakka þér
Dagur án nætur
Freisting
7 weeks
You
No more regrets
enginn titill
Þú
Lystarstol
Þú um þig frá þér til þín
Thank you for it all
Loforð
farinn
Á dögum sem þessum
Meira um þig
Jesú
Bestur
þú færir mér betri morgundag
ljod1
ljod2
þú og ég
Blame me
Mamma mín
Til afa