Takk fyrir engilinn minn
Það sefur lítill engill
í rúminu hjá mér,
Það besta sem að mamma veit
Er að kúra hjá þér.
Ég var nú ekki gömul þá,
Bara barn er ég átti þig.
En það efldi mig og þroskaði,
Því þú fullkomnaðir mig.

Þú ert guðdómleg sköpun Skaparans
Sem fær um stund að dvelja hjá mér.
Og Guð ég gef þér alla dýrð
Ég get ekkert nema þakkað Þér.
Fyrir allt sem þú hefur gefið mér
Og fyrir alla þína náð,
Fyrir að leiða mig um hinn rétta veg
Og að kenna mér þín ráð.

Ég er ekki alltaf barnanna best,
Það verður nú eflaust seint sagt
En ég þakka þér alla mína daga
Og fyrir að hafa þetta allt á mig lagt.
Því ef þú hrasar aldrei,
þá verðuru aldrei upp reist
sem sterkari hermaður Drottins
sem undan okinu er leyst.

Ég þakka þér Guð fyrir allt sem ég á
Og allt sem ég hef glatað,
Allt sem veitt hefur mér gleði ó Guð
Þó að það sé mér nú tapað.
Ég bið Þig að varðveita barnið mitt,
Fjölskyldu mína og vini
Og ég þakka þér að þeir sem farnir eru burt
Eiga líf hjá þér, þökk sé þínum syni.
 
Birta Jónsdóttir
1982 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Birtu Jónsdóttur

Þorri
Þú breyttir mér
Mamma
Annar júní
Ég man
Sólin mín
Svo fjarlægur
Dear friend
Thanks
Takk fyrir engilinn minn
Bangsi
hann á afmæli í dag....
án titils
I\\\'ll remain yours
It\'s over
Let go of everything
All I ask of you
Kella
......nr.1.....
.....nr.2.....
Synd
kallinn minn
Ilmurinn þinn
Í húmi hjartans
Ljósið mitt
Nafnlaust ljóð
Fyrirgefðu Guð
Ég þakka þér
Dagur án nætur
Freisting
7 weeks
You
No more regrets
enginn titill
Þú
Lystarstol
Þú um þig frá þér til þín
Thank you for it all
Loforð
farinn
Á dögum sem þessum
Meira um þig
Jesú
Bestur
þú færir mér betri morgundag
ljod1
ljod2
þú og ég
Blame me
Mamma mín
Til afa