

Ég verð að sjá þig reglulega
líta í augun þín og finna
að allt sé í lagi
finna hvernig togað
er í spottann sem
festur er í hjartað á mér
finna öryggið sem felst
í bláleitum gimsteinunum
sem grandskoða mig
í leit að nýju sjónarhorni
líta í augun þín og finna
að allt sé í lagi
finna hvernig togað
er í spottann sem
festur er í hjartað á mér
finna öryggið sem felst
í bláleitum gimsteinunum
sem grandskoða mig
í leit að nýju sjónarhorni