

Brostin bönd bernskunnar
hanga niður úr loftinu
og ef ég stend á tám
þá rétt næ ég að snerta þau
með fingurgómunum
þannig að um mig fer fiðringur
æsku og sakleysis.
Ég vildi að ég hefði stól
til að standa á
svo ég næði betra taki
á áhyggjuleysinu og
hlátrasköllum horfins ungdóms.
hanga niður úr loftinu
og ef ég stend á tám
þá rétt næ ég að snerta þau
með fingurgómunum
þannig að um mig fer fiðringur
æsku og sakleysis.
Ég vildi að ég hefði stól
til að standa á
svo ég næði betra taki
á áhyggjuleysinu og
hlátrasköllum horfins ungdóms.