

Ég bý í boxi,
það er 40 fermetrar að stærð,
steypt og klætt burstuðu stáli...
Á gólfinu er ég,
sitjandi í fósturstellingu,
með eitt lítið sprittkerti
fyrir framan mig,
...alveg að slokkna.
Ég finn myrkrið læðast upp að mér
í tómleikanum..!
-Ég hlæ!
Og heyri það bergmála
fram og til baka,
eins og hlátrasköll í börnum...
Yfir mig læðist smá glott;
Hugsanir um æskuna
renna í gegnum hugann...
-HVAÐ VARÐ UM sakleysi og
áhyggjuleysi æskunnar?!?
það er 40 fermetrar að stærð,
steypt og klætt burstuðu stáli...
Á gólfinu er ég,
sitjandi í fósturstellingu,
með eitt lítið sprittkerti
fyrir framan mig,
...alveg að slokkna.
Ég finn myrkrið læðast upp að mér
í tómleikanum..!
-Ég hlæ!
Og heyri það bergmála
fram og til baka,
eins og hlátrasköll í börnum...
Yfir mig læðist smá glott;
Hugsanir um æskuna
renna í gegnum hugann...
-HVAÐ VARÐ UM sakleysi og
áhyggjuleysi æskunnar?!?
Hér kemur smá þýðing: Boxið á að merkja hugann/sálina; Burstaða stálið á að merkja hvernig maður sér sjálfan sig (í þessu tilfelli, brenglaða mynd/skuggann af sjálfum sér, í burstaða stálinu); Fósturstellingin á gólfinu á að þýða einmanaleika og þrá fyrir öryggi; Sprittkertið á að merkja VON, sem í þessu tilfelli er að dvína; Myrkrið er þá s.s vonleysi, myrkur hugans eða dauðinn (þá e.t.v. þrá til að deyja); Hláturinn merkir háð/þrá fyrir félagsskap; Hlátur barna þýðir fortíðarþrá...
Restin skýrir sig líklega sjálf.
Restin skýrir sig líklega sjálf.