Ég man
Ég man við lítinn fjörð
við litla jörð
þú söngst þitt lag.
Frá þér ljómaði
og ómaði
það sérhvern dag.
Saklaust lítið barn
um dimma nótt
ó allt of fljótt.
Tók þig Faðirinn
í arminn sinn
ó sæla barn.
Snjórinn, óvinurinn
tók þig, vinur
um vetrarnótt.
Syngur himni á
gleði mín féll í dá
þú dóst meðan svafst þú rótt.
Aldrei ég þér gleyma vil
því ég man þegar þú varst til.
við litla jörð
þú söngst þitt lag.
Frá þér ljómaði
og ómaði
það sérhvern dag.
Saklaust lítið barn
um dimma nótt
ó allt of fljótt.
Tók þig Faðirinn
í arminn sinn
ó sæla barn.
Snjórinn, óvinurinn
tók þig, vinur
um vetrarnótt.
Syngur himni á
gleði mín féll í dá
þú dóst meðan svafst þú rótt.
Aldrei ég þér gleyma vil
því ég man þegar þú varst til.
Allur réttur áskilinn höfundi.