Æskuminning
Hún gekk til mín að ljósastaurnum og sagði:

Ég er systir þín

Hún var stór, falleg, með ljóst hár en ég lítill feiminn strákur og kunni ekki á stórar konur.

Ég skildi ekki orð af því sem hún sagði

--

Hann gekk til mín og sagði

Hún er systir þín

Ég var stór, fullorðinn maður, og ég skildi hvert orð sem pabbi minn sagði

Á einu augbragði skildi ég afhverju mamma öskraði á pappa úr bílskúrnum og vildi ekki hleypa honum inn...
 
Broskarl
1962 - ...


Ljóð eftir Broskarl

Hugsun sem ekki má
Örþrifaráð
Missir í sorg
Til Friðnýjar og Ísólfs
Und á sál
Norwich City
Óvæntur glaðningur
Bæn
Æskuminning
Í minningu Soffíu frænku