Í minningu Soffíu frænku
Margur er harmur kveðinn að heimi
huggun er litla að finna.
Minninguna um gæði þín geymi
og gagnsemi okkar kynna.

Nú ertu farin í hinstu för
ferlegt er því að una.
Blaðskellandi með bros á vör
tel ég þig best að muna.  
Broskarl
1962 - ...
Hógværð þín og heilindi voru okkur öllum sem þekktum þig hvatning til að gera betur í okkar eigin lífi. Guð geymi þig.


Ljóð eftir Broskarl

Hugsun sem ekki má
Örþrifaráð
Missir í sorg
Til Friðnýjar og Ísólfs
Und á sál
Norwich City
Óvæntur glaðningur
Bæn
Æskuminning
Í minningu Soffíu frænku