Frelsun
Bátur marrar hálfur í kafi.
Færist nær ströndinni.
Vonin sem bjó í honum, horfin.
Allt traustið sem á hann var sett, dáið.
Draugar minninganna sýna
örvæntingarfullt fólk.
Fólk sem flýr heimaland sitt,
í leit að hamingju.
Það fann hamingjuna,
í öðrum heimi.  
Svanhvít
1981 - ...
Ort er ég var á ferð um Marokkó og sá þar litla báta, sem fólk notar til að flýja yfir til Spánar, á hvolfi í hafinu. 2000


Ljóð eftir Svanhvíti

Allar nætur
Á ný
Bara ég
Eyrún
Frelsun
Fyrirlitning
My first and my everything
Særing
That day
The first love
Augnablik
19. 06. 2000
Söknuður