Algleymi
Angurvær rödd þín, hugans bergmál.
Dillandi hláturinn sem kveikt í mér bál,
er nú orðin sálarkvöl,
vonleysi og böl.

Í myrkum heimi andans
svíf ég um stund.
Sálartetrið öskrar
á einnar næturfund.

Í örmum þínum,algleymi,
trúi ég að,
ef kúra þar ég fengi,
ég gleymdi stund og stað.  
Hrund Þórisdóttir
1979 - ...


Ljóð eftir Hrund

Verður varla verra
Litla Ljót.
Hún Urður.
Viskusmælki
Það sem krökkum dettur í hug
Hugarflugur
Pöbbarölt
Alveg sama
Arrgghh!!
Algleymi
Nauðgun
Ástleysi
Hringrás snáðanna