

Þegar augu mín lokast hér- í hinsta sinn, og síðasta andvarpið heyrist- létt, munu augu mín opnast á ný.
Sólin vekur mig og allt í kring er ekkert- nema sjórinn og sandurinn og einstaka mávur.
Þar er ég- ein með sjálfri mér og læt sjóinn leika um mig þar sem ég ligg nakin í sandinum.
Mér er ekki heitt..og alls ekki kalt.
Þetta er mitt Himnaríki.
Á kvöldin sest ég við björgin og hlusta.
Það eina sem ég heyri er ekkert og regnið.
Róin gagntekur mig..
sál mín öðlast frið..
hér í mínu Himnaríki.
Sólin vekur mig og allt í kring er ekkert- nema sjórinn og sandurinn og einstaka mávur.
Þar er ég- ein með sjálfri mér og læt sjóinn leika um mig þar sem ég ligg nakin í sandinum.
Mér er ekki heitt..og alls ekki kalt.
Þetta er mitt Himnaríki.
Á kvöldin sest ég við björgin og hlusta.
Það eina sem ég heyri er ekkert og regnið.
Róin gagntekur mig..
sál mín öðlast frið..
hér í mínu Himnaríki.
...verði þinn vilji...