

Mig dreymdi að dimm varð sólin
og dagurinn litum brá,
Þá sá ég þitt sólbros á himni
og sortanum létti frá.
Mig dreymdi ég lægi dauður
í dimmkaldri grafarþró,
þá komst þú og andaðir á mig
og aftur mitt hjarta sló.
Ég vaknaði og vissi til hlýtar
að voldugri flestum ég er,
ég sem ber lífið og ljósið
logandi í brjósti mér.
og dagurinn litum brá,
Þá sá ég þitt sólbros á himni
og sortanum létti frá.
Mig dreymdi ég lægi dauður
í dimmkaldri grafarþró,
þá komst þú og andaðir á mig
og aftur mitt hjarta sló.
Ég vaknaði og vissi til hlýtar
að voldugri flestum ég er,
ég sem ber lífið og ljósið
logandi í brjósti mér.