Ég finn að fátæk ertu
Ég finn að fátæk ertu
mín fagra ættarjörð,
ég kannast vel við kotin þín
og kjörin ströng og hörð.

Og heimskir lýðir hlæja
í huganum að þér,
en ég veit best að auð þú átt
sem enginn þeirra sér.

Þeir þekkja ekki eldinn
sem inn við hjartað slær,
og ekki bláa blómið sem,
við barm þinn hulið grær.

En ég hef sogið eldinn
í æðarnar frá þér,
og lesið bláu blómin þín
þau brosa öll við mér.

Lát aðra að þér hlæja,
þú ert og verður mér:
sá ilmur sem ég anda að mér
sá eldur sem ég ber.  
Jónas Guðlaugsson
1887 - 1916
Ort í Kaupmannahöfn


Ljóð eftir Jónas Guðlaugsson

Blundar nú sólin
Ég veit
Leita landa!
Já, þú ert mín!
Þjóðskáldið
Bak við hafið
Víkingar
Til kunningjanna
Jónas Hallgrímsson
Hamingjan er sem hafið
Blundar nú sólin
Ég finn að fátæk ertu
Draumur og vaka