

Þú lagðir upp
í ferðalag
yfir nýfallinn snjóinn
í huga mínum.
Gekkst um víðáttuna,
eldsneytið: glórulaus vonin
um að skapa við mig litla einingu
mitt í auðninni.
Hvað ég fann til
þegar þú namst loks staðar,
leist yfir farinn veg
og sást
að hvergi
í nýföllnum snjónum
hafðir þú skilið eftir spor.
í ferðalag
yfir nýfallinn snjóinn
í huga mínum.
Gekkst um víðáttuna,
eldsneytið: glórulaus vonin
um að skapa við mig litla einingu
mitt í auðninni.
Hvað ég fann til
þegar þú namst loks staðar,
leist yfir farinn veg
og sást
að hvergi
í nýföllnum snjónum
hafðir þú skilið eftir spor.