Sólin og hafið
Sólin sest
á silfurstól
ilmandi
af yndi vorsins
og hafsins græna
höfuðstól.
Særinn sæll
við sólar koss.
Þau ganga glöð
gætilega um ægiströð.
Hönd í hönd
og hafsins sindrar
silfurland:
Þeirra er heimsins
hjónaband.  
Jóhann Guðni Reynisson
1966 - ...


Ljóð eftir Jóhann Guðna Reynisson

Djásn
Lyngyndi
Vatnið
Ávextir
Þokan
Sólin og hafið
Glæsta jurt
Lífsgæðavalsinn
Þú
Vetrardætur
Þau
Amen