Stríð um tjörn
Ástjörn, Ástjörn í mér átt
afar sterka strengi
veittir bæði mennt og mátt
muna vil það lengi

Ástjörn hefur alið mér
ást á drottins sköpun
hefur fjandinn hugsað sér
henni koma í glötun

Illa er nú að þér sótt
allt það get ég svarið
mér mun ekki verða rótt
að mega þig ekki varið

Sá er níðir land og lýð
leita skal sér varna
því að nú ég birgin býð
baráttan skal harðna  
Bláskjór
1956 - ...


Ljóð eftir Bláskjó

Sálarstríð
Til Gunna
Til Gunnu Hall
Til elskunnar minnar
Pabbi og mamma
Stríð um tjörn
Kveðja
Fiðringur
Lísa fermd