Emil tvítugur
Lítils virði lífið væri
leyndust ekki tækifæri
á víð og dreif á tímans vegi.
Vænstu þeirra á hverjum degi
og lærðu þau að þekkja á færi.
Með tugi ára tvo að baki,
taktu lífið föstu taki.
Óskir þínar uppfyllt getur
öll þín takmörk sjálfur setur.
Trúðu á sjálfan þig, minn spaki.
Þín hún bíður, Þórunn systir.
þér að veita sem þig lystir,
til Kanada ef kemur fljótt
af kræsingum þú finnur gnótt
og þrautir allar af þér hristir.
Hnoss í þínum höndum liggur
Heimur bíður, vertu ei hryggur
gríptu daginn, heppni drengur
drolla skaltu ekki lengur
heimsókn þína veröld þiggur!
leyndust ekki tækifæri
á víð og dreif á tímans vegi.
Vænstu þeirra á hverjum degi
og lærðu þau að þekkja á færi.
Með tugi ára tvo að baki,
taktu lífið föstu taki.
Óskir þínar uppfyllt getur
öll þín takmörk sjálfur setur.
Trúðu á sjálfan þig, minn spaki.
Þín hún bíður, Þórunn systir.
þér að veita sem þig lystir,
til Kanada ef kemur fljótt
af kræsingum þú finnur gnótt
og þrautir allar af þér hristir.
Hnoss í þínum höndum liggur
Heimur bíður, vertu ei hryggur
gríptu daginn, heppni drengur
drolla skaltu ekki lengur
heimsókn þína veröld þiggur!
hann fór ekki. (apríl 2001) allur réttur áskilinn kanada.