Bangsi
Eitt sinn var bangsi
sem nennti ekki neinu hangsi,
hann vildi fara að róla
og læra að hjóla.

Þó aðeins væri eins vetra,
það fannst honum bara betra.
En þegar hann róla vildi
"af stað" rólan ei skildi.

Hann dreymdi um að hjóla,
upp hæðir og hóla.
En þegar hann fór að hjóla
vildi hjólið aðeins spóla.
 
Meyja
1990 - ...


Ljóð eftir Meyju

Bangsi
Gaddi litli geimvera
Kisa
Konan
Krakkar
Lampinn
Litla hindin.
Máninn
Prins
Sjórinn
Sólin
Spiladósin
Stelpan
Strákurinn