Starfskynning
Ég var í starfskynningu í dag hjá
stóru alþjóðlegu fyrirtæki. Fyrsti starfsmaðurinn grét og grét. Annar hafði mikið ljóst hár sem stóð út í loftið. Sá þriðji hljóp fram og til-baka í allar áttir. Fjórði starfs-maðurinn var samt furðulegastur af
þeim öllum. Hann henti grófu salti
yfir mig.

Þetta var mjög áhugaverð starfskynning,
en ég er samt ekki viss um að ég vilji
verða veðurguð þegar ég verð stór.  
Harpa Hlín Haraldsdóttir
1981 - ...


Ljóð eftir Hörpu Hlín Haraldsdóttur

Engill
Vorið
Andlit einmana stúlku
Hjartsláttur
Sama hvað
Nótt
Kveðja
Hjartasár
Dagur & Nótt
án titils
Starfskynning
Freðin hjörtu
Annar heimur
Snjókoma